Kendric Lamar með flestar tilnefningar

Kendric Lamar er tilnefndur til átta Grammy-verðlauna.
Kendric Lamar er tilnefndur til átta Grammy-verðlauna. AFP

Tilnefningar til Grammy-tónlistarverðlaunanna voru kynntar í dag, föstudag. Rapparinn Kendric Lamar fékk flestar tilnefningar eða átta talsins en Drake kom fast á hæla hans með sjö. Brandi Carlile fékk sex tilnefningar og var sú tónlistarkona sem fékk flestar tilnefningar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 10. febrúar á næsta ári. 

Lamar var meðal annars tilnefndur fyrir plötu ársins og lag ársins í almennum flokki auk þess sem hann hlaut tilnefningar sérstaklega í rappflokki. Drake hlaut sömuleiðis tilnefningar í almennum flokki sem og í flokki R&B-tónlistar. Brandi Carlile er sveitasöngkona og hlaut tilnefningar í þeim flokki sem og í almennum flokki. 

Það kom nokkuð á óvart að tónlistarkonan Taylor Swift fékk aðeins eina tilnefningu fyrir plötu sína Reputation í poppflokki. Ariana Grande fékk bara tvær tilnefningar. Justin Timberlake fékk einnig bara eina tilnefningu og hjónin Beyoncé og Jay-Z fengu ekki tilnefningu fyrir plötu sína Everything Is Love. 

Hér má sjá lista yfir tilnefningar til Grammy-verðlaunanna. 

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren