Bubbi í Borgarleikhúsinu

Frá kynningunni í Borgarleikhúsinu í dag. Bubbi Morthens lék nokkur …
Frá kynningunni í Borgarleikhúsinu í dag. Bubbi Morthens lék nokkur vel valin lög fyrir gesti. Skjáskot úr útsendingunni

Borgarleikhúsið hélt fréttamannafund í dag þar sem tilkynnt var um verk sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu á næsta ári. Það nefnist Níu líf, sögur af landi og byggir á tónlist og sögu tónlistarmannsins Bubba Morthens. 

Streymt var frá fundinum og sjá má upptöku frá honum hér fyrir neðan. 

Embed:

Á fundinum steig Bubbi á svið og lék nokkur lög áður en Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri ávarpaði gesti. 

Hún sagði, að á næsta leikári yrði, á Stóra sviði Borgarleikhússins, frumsýnt leikrit með tónlist og sögu Bubba Morthens. Ólafur Egill Egilsson mun skrifa leikrit um valda kafla úr sögu þjóðarinnar undanfarin 40 ár og það hvernig tónlist og textar Bubba Morthens hafa verið nátengdir þessari sögu.

„Bubbi er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum ólíku birtingarmyndum. Hann er söngva- og ljóðskáldið; pönkarinn og rokkarinn; fíkillinn sem féll og sá upprisni; kvennaróninn og einnar konu maðurinn; Kúbverjinn og víkingurinn; veiðimaðurinn, boxarinn og gasprarinn og djúphugsuðurinn; klisjan og brautryðjandinn allt í senn. Kamelljón sem alltaf er samt hann sjálfur og ekkert annað. Saga og sögur Bubba eru kannski um leið sögur okkar allra. Sögur Íslands frá verbúð yfir í víðáttubrjálæði. Frá blindskerjum til regnbogastræta. Hlýrabolum  til axlarpúða og aftur til baka. Í þessu verkefni tökum við kúrsinn á að finna Bubbann í okkur öllum og okkur öll í honum. Fylla sviðið tónlist, ljóðum og litum þessa einstaka listamanns,“ las Kristín upp úr texta frá Ólafi um Bubba og verkið.

Kristín bætti við, að á þessum tímapunkti hefði ekkert verið ákveðið varðandi leikstjóra, listræna stjórnendur eða leikara.

„Við munum kynna verkið í upphafi næsta leikárs ásamt öðru því sem verður sýnt á sviðum Borgarleikhússins á leikárinu. Við erum full eftirvæntingar að takast á við þetta verkefni, enda viljum við takast á við nýjar áskoranir og færa leikhúsgestum sögurnar okkar, söngleikinn Níu líf, sögur af landi.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes