Chris Brown laus úr haldi

Chris Brown.
Chris Brown. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var látinn laus úr haldi lögreglu í París í gærkvöldi án ákæru en hann var handtekinn í fyrradag vegna ásakana um að hann hefði nauðgað ungri konu þar í borg.

25 ára gömul kona sakaði Brown, ásamt lífverði hans og vini, um að hafa ráðist á sig á Mandarin Oriental-hótelinu á þriðjudagskvöldinu í síðustu viku, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.

Brown, sem er 29 ára gamall, var handtekinn á mánudag vegna gruns um nauðgun og fíkniefnabrot. Samkvæmt upplýsingum frá embætti saksóknara í París verður rannsókninni haldið áfram en að sögn lögmanns Brown, Raphael Chiche, heldur Brown staðfastlega fram sakleysi sínu og að hann sé að undirbúa meiðyrðamál. 

Unga konan segir að hún hafi hitt Brown í næturklúbbi skammt frá Champs Elysées-breiðgötunni en þar hafi hún verið ásamt nokkrum öðrum konum. Hún hafi samþykkt að fara með Brown upp á hótel en það er við rue du Faubourg Saint-Honoré í áttunda hverfi og er fimm stjörnu hótel. 

Myndir birtust af Brown á samfélagsmiðlum í síðustu viku þar sem hann fylgdist með tískusýningum í París. Í gærkvöldi birti hann færslu á Instagram þar sem hann sagði konuna ljúga og ekkert sé hæft í ásökunum hennar.  

Söngvarinn, sem hefur samkvæmt Billboard selt yfir 100 milljónir platna, hefur oftar ratað í fréttirnar fyrir hegðun sína en fyrir tónlist. Árið 2009 var hann dæmdur fyrir að berja þáverandi unnustu sína, Rihanna, en hún neyddist til þess að afboða komu sína á Grammy-verðlaunahátíðina vegna meiðsla eftir ofbeldið sem hann beitti. Brown var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi og sex mánaða samfélagsþjónustu.

Árið 2014 játaði hann að hafa ráðist á aðdáanda í Washington og var einnig sakaður um að hafa beitt konu ofbeldi í Las Vegas.

Tveimur árum síðar var hann handtekinn og ákærður fyrir árás með banvænu vopni á heimili sínu í Los Angeles. Í maí 2018 lagði kona fram kæru á hendur Brown þar sem hún sakaði vin hans um að hafa nauðgað henni ítrekað í partýi á heimili söngvarans. Ítrekað hefur verið fjallað um fíkn söngvarans en hann á að glíma við alvarlega kókaínfíkn sem og misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes