Penn Badgley svarar aðdáendum You

Penn Badgley hefur slegið gegn í þáttunum You á Netflix.
Penn Badgley hefur slegið gegn í þáttunum You á Netflix. skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Penn Badgley sló nýverið í gegn í þáttunum You á Netflix. Þættirnir fjalla um mann á þrítugsaldri sem verður heltekinn af konu. Hann fer hinar ýmsu leiðir til að fylgjast með henni og nýtir sér samfélagsmiðla mikið.

Badgley er enginn nýgræðingur á sjónvarpsskjánum en hann fór með eitt af aðalhlutverkunum í unglingaþáttunum Gossip Girl á árunum 2007-2012.

Um 40 þúsund manns hafa horft á You á streymisveitunni Netflix en miklar umræður hafa verið um karakter Badgley sem þykir á gráu svæði. Þáttunum er lýst sem sálfræðitrylli en minna þó talsvert á rómantíska gamanþætti. Margir hafa velt því fyrir sér af hverju þeir laðast að karakter Badgley sem í sjálfu sér er óhugnanlegur eltihrellir. 

Badgley hefur svarað aðdáendum sínum afdráttarlaust á Twitter og sagt þeim að það sé ekki eðlilegt að laðast að eltihrelli. Hann sló þó á aðra strengi í viðtali við The Today Show í vikunni. 

Um svörin á Twitter segist hann ekki hafa verið alveg heiðarlegur þar sem þættirnir eigi að skapa umtal. „Ég sé hann ekki sem raunverulega manneskju, ég sé hann sem táknmynd fyrir hlutann af okkur sem tengir við hann. Hlutann af okkur sem er tröll; hlutann af okkur sem lætur skömmina á þolandann; hlutann af okkur sem hefur forréttindi og er blindur á þau forréttindi,“ sagði Badgley. 

Hann benti einnig á að karakter hans er ekki einhver snillingur hvað varðar samfélagsmiðla. „Hann er í rauninni, á ákveðinn hátt, mikill meðaljón. “

Viðtalið má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes