Will Smith blár sem Andinn í Aladdín

Will Smith leikur Andann í Aladdín.
Will Smith leikur Andann í Aladdín. skjáskot/Youtube

Í maí frumsýnir Disney leikna útgáfu af sögunni um Aladdín og fer Will Smith með hlutverk Andans. Ný stikla þar sem Smith sést í fyrsta skipti í hlutverki bláa andans hefur nú verið afhjúpuð. 

„Ég sagði ykkur öllum að ég yrði blár. Þið verðið að trúa mér oftar,“ skrifaði Smith sjálfur á Instagram þegar hann birti stikluna í nótt. 

Smith fetar þar með í fótspor Robin Williams sem talaði fyrir Andann í teiknimyndinni sem kom út árið 1992. Laddi gerði Andann síðan enn betri í íslenskri talsetningu. 

Íslandsvinurinn Guy Ritchie leikstýrir myndinni en Disney hefur að undaförnu framleitt endurgerðir af klassískum teiknimyndum. Búið er að endurgera Fríðu og dýrið og Öskubusku og nú er ekki bara Aladdín á leiðinni heldur einnig Konungur ljónanna og Dúmbó. Í bígerð er að endurgera enn fleiri myndir. 

View this post on Instagram

I told y’all I was gon’ be Blue!! 🧞‍♂️ Y’all need to trust me more often! 😆 #aladdin

A post shared by Will Smith (@willsmith) on Feb 10, 2019 at 5:54pm PSTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.