Beitt andlegu ofbeldi í hjónabandinu

Mandy Moore var gift Ryan Adams á árunum 2009 til …
Mandy Moore var gift Ryan Adams á árunum 2009 til 2016. mbl.is/AFP

This is Us-stjarnan Mandy Moore gifti sig í annað sinn fyrir nokkrum mánuðum en fyrir það var hún gift tónlistarmanninum Ryan Adams. Moore var ein af sjö konum sem lýsti ofbeldi af hálfu tónlistarmannsins í viðtali við New York Times í vikunni. Adams segir ekkert til í ásökununum. 

Moore og Adams giftu sig árið 2009 en þá var leikkonan 25 ára. Sex árum síðar hættu þau saman og formlega var gengið frá skilnaðinum árið 2016. 

Barnastjarnan Moore var að hefja tónlistarferil þegar hún byrjaði með Adams og segir hann hafa beitt hana andlegu ofbeldi. Sagði hann að vegna þess að hún spilaði ekki á hljóðfæri væri hún ekki tónlistarkona. Segir hún hann hafa komið í veg fyrir að hún næði árangri sem tónlistarkona. 

Hún segir Adams hafa boðist til þess að vinna að næstu plötu sinni árið 2010 en þá hefði hún verið hætt að vinna með tónlistarumboðsmanni sínum. Hann á að hafa hvatt hana til að vinna ekki með öðru tónlistarfólki eða umboðsmönnum þannig að hann stjórnaði í raun tónlistarframa hennar. Moore segir þau hafa reglulega samið lög saman og bókaði Adams tíma í hljóðver en fékk svo alltaf aðrar tónlistarkonur til að koma inn í stað hennar. 

Eftir að viðtalið kom út greindi sagði Moore á Instagram-síðu sinni að það gæti verið sársaukafullt að segja sannleikann en alltaf þess virði. Hugur hennar væri hjá öllum þeim konum sem hafa upplifað einhvers konar áfall eða misnotkun. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes