Biðjast afsökunar á „sjálfsvígs-peysu“

„Sjálfsmorð er ekki tíska,“ segir fyrirsætan Liz Kennedy sem gagnrýnir …
„Sjálfsmorð er ekki tíska,“ segir fyrirsætan Liz Kennedy sem gagnrýnir tískuhúsið Burberry harðlega fyrir að láta fyrirsætu ganga tískupallana í London með reipi um hálsinn. Ljósmynd/Twitter

Tískuhúsið Burberry hefur beðist afsökunar á að hafa látið fyrirsætu taka þátt í tískusýningu klæddri hettupeysu með reipi um hálsinn sem svipar til hengingarsnöru.

Sýningin var hluti af tískuvikunni í London um síðustu helgi þar sem nýjasta lína Burberry, Tempest, var kynnt. Ein af fyrirsætum á vegum Burberry, Liz Kennedy, vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Instagram-síðu sinni. „Sjálfsmorð er ekki tíska,“ segir meðal annars í færslunni.

Fyrirsætan Liz Kennedy tók þátt í tískusýningu Burberry á tískuvikunni …
Fyrirsætan Liz Kennedy tók þátt í tískusýningu Burberry á tískuvikunni í London um helgina. Ljósmyn/Instagram

Marco Gobbeti, forstjóri Burberry, segir að fyrirtækið sé miður sín vegna atviksins og þeirra áhrifa sem flíkin gæti haft á þá sem börðu flíkina augum. „Þetta var ónærgætið og við gerðum mistök.“

Riccardo Tisci, listrænn stjórnandi fatalínunnar, segir að línan sæki innblástur til ungu kynslóðarinnar og uppreisna innan hennar. Liz, sem klæddist ekki hönnuninni umdeildu en tók þátt í sýningu Burberry, segir að hönnunin sé „hvorki heillandi né framúrstefnuleg“. Tisci hefur einnig beðist afsökunar en hann segir að hann hafi sótt sér innblástur til siglinga og því hafi reipið verið hluti af heildarútlitinu.

„Hvernig gat þetta farið fram hjá öllum og þeim fundist þetta í lagi? Sérstaklega þegar línan er tileinkuð ungmennum?“ spyr Liz í færslu sinni, þar sem hún bendir einnig á aukna sjálfmorðstíðni ungmenna á heimsvísu. 

Gobbeti segir að tískuhúsið muni draga lærdóm af atvikinu og grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur.

View this post on Instagram

@burberry @riccardotisci17 Suicide is not fashion. It is not glamorous nor edgy and since this show is dedicated to the youth expressing their voice, here I go. Riccardo Tisci and everyone at Burberry it is beyond me how you could let a look resembling a noose hanging from a neck out on the runway. How could anyone overlook this and think it would be okay to do this especially in a line dedicated to young girls and youth. The impressionable youth. Not to mention the rising suicide rates world wide. Let’s not forget about the horrifying history of lynching either. There are hundreds of ways to tie a rope and they chose to tie it like a noose completely ignoring the fact that it was hanging around a neck. A massive brand like Burberry who is typically considered commercial and classy should not have overlooked such an obvious resemblance. I left my fitting extremely triggered after seeing this look (even though I did not wear it myself). Feeling as though I was right back where I was when I was going through an experience with suicide in my family. Also to add in they briefly hung one from the ceiling (trying to figure out the knot) and were laughing about it in the dressing room. I had asked to speak to someone about it but the only thing I was told to do was to write a letter. I had a brief conversation with someone but all that it entailed was “it’s fashion. Nobody cares about what’s going on in your personal life so just keep it to yourself” well I’m sorry but this is an issue bigger than myself. The issue is not about me being upset, there is a bigger picture here of what fashion turns a blind eye to or does to gain publicity. A look so ignorantly put together and a situation so poorly handled. I am ashamed to have been apart of the show. #burberry. I did not post this to disrespect the designer or the brand but to simply express an issue I feel very passionate about.

A post shared by 🦎 (@liz.kennedy_) on Feb 17, 2019 at 9:51am PST


Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes