„Ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í“

Sara Rún tekur þátt í nýrri þáttaröð af danska raunveruleikaþættinum …
Sara Rún tekur þátt í nýrri þáttaröð af danska raunveruleikaþættinum Ex On The Beach.

Sara Rún Ísafold Ingudóttir hefur búið stærsta hluta ævi sinnar í Danmörku en nú er þessi tvítuga stúlka að norðan að verða landsþekkt í Danmörku þar sem hún tekur þátt í raunveruleikaþættinum Ex On The Beach í Danmörku en sýningar hefjast á sunnudaginn. Í viðtali við Mbl.is segist Sara hafa verið meðvituð um hvað hún var að fara út í. 

Sara var fimm ára þegar hún flutti til Danmörku og býr hún í Esbjerg ásamt móður sinni og systkinum. „Mamma plataði okkur og sagði að nammibarinn væri stærri í Danmörku. Hún tók rétta ákvörðun, því mér hefur alltaf liðið vel hérna í Danmörku,“ segir Sara sem reynir að koma til Íslands einu sinni á ári og nýtur þess þá að vera í slökun og dekri hjá fjölskyldu og vinkonum á Húsavík og Akureyri. „Alltaf jafn gott að vera hjá afa í sveitinni og ömmu á Akureyri og borða íslenskan mat og íslenskt nammi.“

Sara sá auglýst eftir þátttakendum á Facebook fyrir raunveruleikaþáttinn. „Ég hugsaði „af hverju ekki“ svo ég sótti um og daginn eftir var ég beðin um að koma í prufu og þeim fannst ég skemmtileg og fyndin og vildu endilega hafa mig með,“ segir Sara um ástæðuna fyrir því að hún stökk á tækifærið. 

Sara þótti fyndin og skemmtileg og var valin í þáttinn.
Sara þótti fyndin og skemmtileg og var valin í þáttinn.

Hvað finnst fjölskyldu þinni um að þú takir þátt í þætti sem þessum?

„Mamma og móðursystir mín voru þær sem vissu af þessu, enda mátti ég ekki segja frá þessu fyrr en núna, og ég hef fengið stuðning frá þeim og fleirum sem vita þetta núna.“

Þegar Sara er spurð út í orðsporið sem raunveruleikaþættir sem þessir hafa á sér, að þeir snúist bara um partý og kynsvall, tekur hún því létt. „Ég er ung og barnlaus og er að njóta lífsins og stend og fell með þeim ákvörðunum sem ég tek.“

„Það er nú bara þannig með raunveruleikaþætti, að þeir eru yfirleitt villtir og innihalda oft partý, kynsvöll og drama og það er einmitt oft ástæðan fyrir að þessir þættir eru vinsælir. Svo ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í.“

Ertu með einhver framtíðarplön og drauma?

„Já svo sannarlega. Mig hefur alltaf dreymt frá því ég var lítil stelpa að verða leikkona, en þegar ég fór í menntaskóla, á verslunarbraut og útskrifaðist sem stúdent í fyrrasumar hefur mig langað til að verða viðskipta- og hagfræðingur og vinna sem fasteignasali. Svo leikkonudraumurinn verður kannski bara áhugamál og þó, hver veit nema einhver uppgötvi þessa íslensku fegurð á skjánum,“ segir Sara að lokum og brosir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes