Fá 90% af höfundarlaununum fyrir 7 rings

Lag Ariönu Grande, 7 rings, er mjög líkt laginu My …
Lag Ariönu Grande, 7 rings, er mjög líkt laginu My Favourite Things úr The Sound of Music. AFP

Dánarbú lagahöfundanna Richard Rodgers og Oscars Hammerstein II fær 90 prósent af höfundarlaununum fyrir lagið 7 rings með Ariönu Grande. Lag Grande byggir á laginu My Favourite Things úr söngleiknum Söngvaseiður (The Sound of Music).

Samkvæmt The New York Times var samningurinn gerður áður en lagið kom út fyrr á árinu og fóru lögfræðingar dánarbúanna fram á 90 prósent af höfundarlaununum. Grande fer því ekki í felur með það að 7 rings er byggt á My Favourite Things.

Afkomendur Rodgers og Hammerstein koma því til með að njóta gróðans, en Rodgers lést árið 1979 og Hammerstein árið 1960.

Lagið 7 rings situr nú í efsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum, sjöttu vikuna í röð, og hefur verið spilað yfir milljarð sinnum á streymisveitunni Spotify.

My Favourite Things er best þekkt í flutningi leikkonunnar Julie Andrews sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni árið 1966. Upphaflegi söngleikurinn er þó mun eldri en kvikmyndin. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes