Vel tekið á móti Höturum í Ísrael

Hatarar og fylgdarlið gátu slakað á meðan töskurnar voru sóttar …
Hatarar og fylgdarlið gátu slakað á meðan töskurnar voru sóttar á flugvellinum í Tel Aviv. Ljósmynd/Felix Bergsson

Hatarar og fylgdarlið eru nú í góðu yfirlæti í 24 stiga hita á hótelinu í Tel Aviv í Ísrael eftir að hafa lent á flugvellinum seint í nótt. „Okkur er bara gríðarlega vel tekið. Hér brosa og taka allir okkur vel. Við erum með frábæra ísraelska aðstoðarmenn sem verða með okkur,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við mbl.is.

Fyrsti fundur hópsins var haldinn í morgun þar sem farið var yfir dagskrá næstu daga. „Fyrsta æfing er á morgun og við leggjum af stað snemma í fyrramálið í höllina og verðum þar allan daginn. Þetta verður lengsta æfingin okkar,“ segir Felix. Á fundinum voru hópnum einnig kynntir tveir aðstoðarmenn sem munu fylgja íslenska Eurovision-liðinu.

„Þetta er sú æfing þar sem við fáum mestan tíma með framleiðsluliðinu hér til þess að fara í gegnum atriðið. Þetta verða einhver fjögur til fimm rennsli í gegnum atriðið þar sem við reynum að laga allt á milli rennslna. Síðan setjumst við niður til þess að horfa á það eftir á og gerum svo okkar athugasemdir, sem verða þá teknar til greina fyrir næstu æfingu sem verður á fimmtudaginn,“ útskýrir hann.

Seint í háttinn

Engir fjölmiðlar biðu Hatara og fylgdarliðs þegar lent var í Tel-Aviv sökum þess að tafir höfðu orðið á flugi frá London. Allt hefur þó gengið vel við komuna að sögn fararstjórans. „Það var dásamlega tekið á móti okkur.“

„Við sátum á sérstöku VIP-svæði og það var passað vel upp á okkur. Töskurnar voru sóttar  fyrir okkur og okkur var komið í gegnum öryggismálin og vegabréfaskoðunina. En þetta þýddi að við vorum ekki komin í rúmið fyrr en klukkan rúmlega þrjú í nótt,“ segir hann.

Allt á réttan stað

„Það kom allt saman sem við áttum,“ svarar Felix spurður hvort eitthvert vesen hefði verið með að koma öllum farangri með tækjum og tólum alla leið til Ísrael. „Við lentum ekki í neinu veseni með það eins og í Kænugarði hér forðum daga þegar farangurinn tók allt upp í fjóra daga að skila sér til okkar.“

Fararstjórinn segir að hugsanlega hafi verið erfiðast að innrita hópinn á Heathrow-flugvelli, þar sem British Airways hafi hugsanlega ekki séð svona mikinn auka farangur frá því á síðustu öld.

„Þetta er mikið af sjónvarpsgræjum, hér er heilmikið af sjónvarpsfólki með okkur og svo eru náttúrulega búningarnir sem taka gríðarlega mikið pláss og þeir eru þungir og miklir. Þetta var alveg ótrúlega mikill farangur. Svo eru saumavélar og slíkt, því við erum með hönnuðina með okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson