Tístir nú undir dulnefni

Roseanne Barr.
Roseanne Barr. AFP

Leikkonan Roseanne Barr tístir nú undir dulnefni á samfélagsmiðlinum Twitter, að eigin sögn. Barr komst í fjölmiðla síðasta sumar eftir að hún sendi frá sér tíst fullt af kynþáttafordómum um Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. 

Hún var í kjölfarið rekin úr þáttunum Roseanne á ABC og framleiðslu þáttanna hætt. Barr reyndi að fegra ímynd sína með því að kenna öðrum um þessi ummæli sem hún lét falla. Hún hafði þó ekki erindi sem erfiði. 

Barr sagði í viðtali við slúðurmiðilinn TMZ að hún léti engan bilbug á sér finna og hefur tekið upp á því að tísta alls konar vitleysu undir dulnefni á Twitter. Hún segir að þetta gefi henni tækifæri til að láta sitt raunverulega ljós skína, án þess að hún þurfi að hafa áhyggjur af afleiðingunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson