Harðlega gagnrýnd vegna þernuveislu

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Kylie Jenner hefur verið harðlega gagnrýnd vegna búningaveislu sem hún hélt fyrir vinkonu sína Anastasiu Karanikolaou um helgina þar sem sjónvarpsþættirnir Handmaid´s Tale, eða Saga þernunnar, voru þemað.

Jenner setti á samfélagsmiðla myndskeið og ljósmyndir af sér og vinum sínum í rauðum kjólum með hvít höfuðföt eins og persónur þáttanna en þeir eru byggðir á bók Margaret Atwood.

Þótti Jenner gera lítið úr þeim þjáningum sem persónurnar ganga í gegnum í þáttunum, að því er BBC greindi frá. 

„Þetta er svo rangt á svo mörgum stigum. Að fagna þrældómi kvenna er ótrúlega heimskulegt og sýnir hversu fáfróð Kylie og vinir hennar eru,“ sagði einn þeirra sem gagnrýndu myndskeið hennar á Instagram.

„Þau skilja greinilega ekki um hvað bókin eða sjónvarpsþáttaröðin fjalla. Þetta er vandræðalegt.“

Í einu tísti á Twitter stóð: „Það er greinilega fátt skemmtilegra en að klæða sig upp sem konur sem er ítrekað nauðgað og verða fyrir grundvallarmannréttindabrotum.“

Aðrir á samfélagsmiðlum bentu á nýlega löggjöf um þungunarrof í Bandaríkjunum og sögðu að Jenner og vinir hennar „sem séu í forréttindahópi“ væru úr takti við raunveruleikann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson