Lady Gaga og Cooper saman á Glastonbury?

Hver veit nema Cooper og Lady Gaga sameinist á sviðinu …
Hver veit nema Cooper og Lady Gaga sameinist á sviðinu í Glastonbury? AFP

Sögusagnir eru á kreiki um að tónlistarkonan Lady Gaga og leikarinn Bradley Cooper muni koma fram á tónlistarhátíðinni Glastonbury í Bretlandi um helgina.

Fréttakonan Edith Bowman, sem hefur fjallað um tónlistarhátíðina síðustu ár fyrir BBC, sagði í viðtali við Sunday Brunch, að hún vissi um eitt leyniatriði sem hún megi alls ekki segja frá. 

Cooper var gestur Bowman í hlaðvarpsþáttum hennar fyrir stuttu. Bowman segist hafa rætt við hann um að koma fram með Lady Gaga og hann hafði sagt henni að hann hafi verið að ræða við skipuleggjendur Glastonbury-hátíðarinnar. 

Cooper þekkir til hátíðarinnar, en árið 2017 tók hann upp tónleikaatriðið fyrir kvikmynd sína A Star Is Born á hátíðinni.

Hann sagði einnig í viðtalinu við Bowman að það gæti verið möguleiki á að hann og Lady Gaga komi fram, en að þau myndu aldrei tilkynna um það heldur yrði atriðið óvænt.

Einn af skipuleggjendum hátíðarinnar Emily Eaves greindi frá því á Twitter að Gaga og Cooper muni ekki koma fram. 

Lady Gaga og Bradley Cooper vöktu athygli á Óskarnum fyrir …
Lady Gaga og Bradley Cooper vöktu athygli á Óskarnum fyrir flutning sinn á laginu Shallow úr kvikmyndinni A Star Is Born. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.