Tíu ár síðan Jackson dó

Í dag eru 10 ár liðin síðan poppkóngurinn Michael Jackson féll frá. Jackson var einn af vinsælustu tónlistarmönnum heims og er elskaður og dáður af mörgum. Tónlist hans lifir áfram og hefur hann grætt á tá og fingri þrátt fyrir að vera kominn undir græna torfu.

Jackson var fimmtugur þegar hann lést, en hann var fæddur 29. ágúst 1958. Hann var ungur þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið ásamt systkinum sínum í Jackson Five. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 1979. Plötur hans hafa selst í bílförmum í gegnum árin. 

Hann giftist dóttur Elvis Presley, Lisu Marie Presley, árið 1994 en þau skildu tveimur árum síðar. Hann giftist hjúkrunarkonunni Debbie Rowe árið 1997 og eignuðust þau tvö börn, Prince Michael og Paris Michael Katherine. Rowe og Jackson skildu árið 1999 og var Jackson með forræði yfir börnum sínum.

Í dag eru 10 ár síðan Michael Jackson dó.
Í dag eru 10 ár síðan Michael Jackson dó. AFP

Áhrif Leaving Neverland

Í upphafi árs 2019 byrjuðu fréttir að berast af kynferðisofbeldi sem Jackson á að hafa beitt fjölda barna og unglinga á ferli sínum. Í febrúar var svo heimildarmyndin Leaving Neverland frumsýnd, en hún segir frá mönnum sem segja frá því að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru ungir.

Heimildarmyndin hefur valdið miklum usla og hefur dánarbú Jacksons kært sjónvarpsstöðina HBO fyrir að sýna hana. Myndin var til sýningar á Rúv í mars. 

Sögusagnir um kynferðisofbeldi höfðu dúkkað upp áður á feril Jackson. Árið 2005 var hann sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn ungum dreng. Ákæran var fyrst lögð fram árið 1993. Þrátt fyrir að vera sýknaður hafði ákæran áhrif á feril hans og lifði hann einangruðu lífi eftir það. Með breyttu hugarfari síðustu ára í kjölfar #MeToo-byltingarinnar virðist Leaving Neverland hafa haft einhver áhrif.

Það er þó ekki útséð með hvort heimildarmyndin hafi langtímaáhrif, en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er stjarna hans á Hollywood breiðstræti í Los Angeles enn einn af vinsælustu áningarstöðum ferðamanna þar í borg. 

AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.