Cate Le Bon til Íslands

Cate Le Bon kynnir nýja breiðskífu í Hljómahöll Reykjanesbæ.
Cate Le Bon kynnir nýja breiðskífu í Hljómahöll Reykjanesbæ. Ivana Klickovic

Velska tónlistarkonan Cate Le Bon heldur tónleika í Hljómahöll Reykjanesbæ 9. september næstkomandi. Það verður í fyrsta sinn sem hún leikur á tónleikum hér á landi, en tónleikarnir eru liður í tónleikaferð í tilefni af útkomu fimmtu hljómplötu hennar sem heitir Reward.

Cate Le Bon hóf tónlistarferil sinn með því að syngja á velsku, smáskífan Edrych yn Llygaid Ceffyl Benthyg kom út 2008, en síðustu ár hefur hún nánast eingöngu sungið á ensku. Hún vakti fyrst athygli fyrir samstarf við Gruff Rhys, leiðtoga Super Furry Animals, en hún hitaði upp fyrir Rhys á fyrsta sólótúr hans um Bretland.

Fyrsta breiðskífa Cate le Bon, Me Oh My, kom út 2009 og Cyrk kom 2012. Í framhaldi af henni fluttist hún til Bandaríkjanna og hefur starfað þar síðan. Þar komu út plöturnar Mug Museum (2013), Crab Day (2016) og nú Reward. Síðasttalda platan er lágstemmdari en þær sem á undan komu og hefur fengið einkar lofsamlegar umsagnir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson