Hverjum er skilnaðurinn að kenna?

Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus eru að skilja. mbl.is/AFP

Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth tilkynntu um skilnað rúmlega sjö mánuðum eftir að þau giftu sig. Margir velta því fyrir sér hvað hafi komið upp á og segja erlendir slúðurmiðlar að Miley Cyrus hafi viljað vinna í hjónabandinu en Hemsworth ekki. 

Heimildarmaður Us Weekly segir að söngkonan hafi viljað binda endi á hjónabandið og bætir því við að hjónin hafi ekki verið saman í nokkra mánuði. 

Heimildarmaður People segir þó að Miley Cyrus hafi reynt allt til þess að láta hjónabandið ganga. Hún er sögð hafa viljað fara í ráðgjöf. Hann segir einnig að nokkrir mánuðir séu síðan hjónin hættu saman. 

Heimildarmenn TMZ segja að hjónabandið hafi staðið á brauðfótunum lengi og þau hafi glímt við ýmis vandamál. Kemur einnig fram rétt eins og í frétt People að Cyrus hafi reynt að fá Hemsworth til þess að fara í ráðgjöf. Hún á einnig að hafa gert ýmislegt annað til þess að láta hjónabandið ganga upp. Hemsworth á að hafa gert lítið til að koma til móts við hana. 

Liam Hemsworth og Miley Cyrus.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.