Hvítur, hvítur dagur til Toronto

Kvikmyndin Hvítur, hvítur Dagur eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin …
Kvikmyndin Hvítur, hvítur Dagur eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku á hina virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Ljósmynd/Maria von Hausswolff

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin til þátttöku á hina virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Contemporary World Cinema-hluta hátíðarinnar en hátíðin mun fara fram dagana 5.-15. september.

Myndin hefur sömuleiðis fengið þátttökurétt á New Nordic Films sem er haldin samhliða Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund.

Ingvar E. Sigurðsson hef­ur hlotið mikið lof fyr­ir frammistöðu sína í myndinni þar sem hann fer með hlutverk lög­reglu­stjóra sem hef­ur verið í starfs­leyfi frá því að eig­in­kona hans lést óvænt af slys­för­um. Í sorg­inni ein­beit­ir hann sér að því að byggja hús fyr­ir dótt­ur sína og afa­st­elpu, þar til at­hygli hans bein­ist að manni sem hann grun­ar að hafi átt í ástar­sam­bandi við konu sína. Fljót­lega breyt­ist grun­ur Ingi­mund­ar í þrá­hyggju og leiðir hann til rót­tækra gjörða sem óhjá­kvæmi­lega bitn­ar einnig á þeim sem standa hon­um næst.

Myndin hefur þegar sópað að sér verðlaunum, en hún var til að mynda val­in besta mynd kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Motov­un í Króa­tíu í lok síðasta mánaðar. 

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur verður frum­sýnd hér á landi 6. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes