Hvítur, hvítur dagur valin besta myndin í Króatíu

Ingvar E. Sigurðsson tekur við verðlaununum í Króatíu um helgina.
Ingvar E. Sigurðsson tekur við verðlaununum í Króatíu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu á laugardagskvöld. Myndin hlaut mikið lof og það var einróma ákvörðun dómnefndar að velja hana bestu mynd hátíðarinnar.

Ingvar E. Sigurðsson sem leikur eitt aðalhlutverka í myndinni tók við verðlaununum í Króatíu fyrir hönd þeirra sem komu að gerð hennar, að því er segir í tilkynningu. 

Frá kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu.
Frá kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk bæði Louis Roederer Rising Star verðlaunin á Critics‘ Week, einni af hliðardag­skrám Cann­es-kvik­mynda­hátíðar­inn­ar og einnig leikaraverðlaunin á Alþjóðlegu Transilvaníu-kvikmyndahátíðinni í Rúmeníu.

Myndin fjallar um lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst.

Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi 6. september.

Gleðin var mikil eftir að dómnefndin kynnti niðurstöðu sína.
Gleðin var mikil eftir að dómnefndin kynnti niðurstöðu sína. Ljósmynd/Aðsend
Ingvar E. Sigurðsson hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir leik sinn …
Ingvar E. Sigurðsson hefur hlotið tvenn verðlaun fyrir leik sinn í Hvítur, hvítur dagur. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson