Ingvar E. aldrei betri í bíómynd

Hvítur, hvítur dagur.
Hvítur, hvítur dagur.

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verður frumsýnd 6. september hér á landi en myndin hefur vakið gríðarlega athygli erlendis og fengið einróma lof gagnrýnenda eins og sést á viðbrögðum þeirra hér að neðan. 

Myndin fjallar um Ingimund sem er lögreglustjóri en hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu hans. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Ingimundar og hefur hann hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 

Einsog boxbardagi tveggja stórleikara. Og jú, trúið mér þegar ég segi: Ingvar E. hefur grínlaust aldrei verið betri í bíómynd,“ sagði Ásgeir H. Ingólfsson í Tengivagninum á RÚV. 

„Cannes-hátíðin er rétt hálfnuð og önnur mynd Pálmasonar stendur eftir sem mest taugatrekkjandi og tilfinningaríkasta upplifunin. Eitthvað segir mér að ég eigi eftir að rifja upp leiktilþrif Sigurðssonar löngu eftir að tími minn hér er yfirstaðinn,“ skrifaði gagnrýnandi MUBI. 

„Sjónrænt grípandi og áhrifamikil,“ skrifaði gagnrýnandi Screen International. 

„Pálmason ræðst í frásögn sem er bæði kröftug og frumlega úthugsuð,“ stóð meðal annars í gagnrýni Hollywood Reporter. 

„Mögnuð… svívirðilega rík og margslungin,“ stóð í gagnrýni The Film Stage. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes