Sérðu nýjustu „fótósjopp“-mistök Kim?

Kemur þú auga á mistökin?
Kemur þú auga á mistökin? Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian er enn og aftur komin í fréttir fyrir of mikla eða öllu heldur lélega myndvinnslu. Um er að ræða mynd af henni og systur hennar, Kylie Jenner. Við fyrstu sýn virðist ekkert vera að myndinni þó svo myndin sé augljóslega mikið unnin. 

Á vef Cosmopolitan er þó bent á að fingur Kardashian séu ekki eins og þeir eiga að vera. Þykir þumallinn of stór miðað við hina puttana. Það er þó tekið fram að hinir puttarnir eru bognir svo það getur líka gefið skakka mynd. 

Hvort sem þetta er allt saman blekking eða mistök í eftirvinnslu getur fólk skemmt sér við að koma auga á villuna. Raunveruleikastjarnan er auðvitað heimsþekkt fyrir óheppilega myndvinnslu. 

View this post on Instagram

I’m so excited for my first ever @kkwfragrance collab with @kyliejenner!!! The collection features three lip-shaped bottles in red, pink, and nude for $40 each. I can’t wait for you guys to see how amazing these scents are!!! Launching to kkwfragrance.com on Friday, 08.23 at 12pm pst #kkwfxkylie 📸 @hypewilliams

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Aug 12, 2019 at 9:03am PDT

mbl.is