Fara ólíkar leiðir í að skilja

Liam Hemsworth og Miley Cyrus í byrjun júní á þessu …
Liam Hemsworth og Miley Cyrus í byrjun júní á þessu ári. mbl.is/AFP

Miley Cyrus og Liam Hemsworth fara ólíkar leiðir við að ná sér eftir skilnaðinn. Hemsworth tilkynnti á samfélagsmiðlasíðu sinni á Instagram að hann væri að skilja á meðan Miley Cyrus lætur sem ekkert sé og birtir fjölmargar myndir af sjálfri sér fáklæddri. 

Ef marka má heimildarmenn tónlistarkonunnar Miley Cyrus, m.a. á vef TMZ, var hún orðin þreytt á drykkju og lyfjaneyslu hans. Heimildarmenn á vegum Hemsworth eru hins vegar á því að hún hafi haldið fram hjá honum.

Nokkr­um klukku­stund­um áður en Cyr­us til­kynnti um skilnaðinn voru mynd­ir birt­ar af henni að kyssa aðra konu, Kait­lynn Cart­er, í fríi á Ítal­íu. 

View this post on Instagram

ROCK THE BOAT ❤️ 🇮🇹 ❤️🇮🇹

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on Aug 9, 2019 at 11:48am PDT

Af Instagram-síðu hennar er ljóst að Miley Cyrus hefur ákveðið að láta sem ekkert hafi í skorist. Svo virðist sem hún hafi tekið út allar ljósmyndir af Hemsworth á meðan Hemsworth er með fjölmargar myndir af henni og tilkynninguna til fylgjenda sinna um að hann ætli ekki að ræða sín persónulegu mál við fjölmiðla.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.