Sér eftir þriggja manna kynlífi með Kutcher

Ashton Kutcher og Demi Moore.
Ashton Kutcher og Demi Moore. mbl.is/Cover Media

Ashton Kutcher er ekkert allt of glaður þessa dagana en ýmislegt kemur í ljós um hann í bókinni Inside Out, sjálfsævisögu Demi Moore. Leikarahjónin fyrrverandi voru gift í átta ár og segist Moore meðal annars sjá eftir því að hafa hleypt þriðja aðila upp í rúm með þeim að því fram kemur á vef Radar Online. 

Hjónabandi þeirra Kutcher og Moore lauk stuttu eftir að Moore komst að því að Kutcher hélt fram hjá henni. Hann kenndi óskýrum mörkum um en Moore segist hafa farið í trekant í hjónabandinu á röngum forsendum. 

„Ég vildi sýna honum hversu frábær og skemmtileg ég gæti verið,“ á Moore að hafa skrifað í bók sína. Hún lýsir síðan stefnumótunum við þriðja aðila sem mistökum. 

Leikkonan er sögð halda því fram að fyrrverandi eiginmaður sinn hafi haldið fram hjá sér eftir að hann hitti konu í keiluhöll. Var Kutcher með ungri dóttur Moore í keilu á meðan Moore var í burtu vegna vinnu. Er hann sagður hafa stundað kynlíf með konunni á heimili þeirra hjóna. Þetta frétti hún í gegnum fjölmiðla. 

Á Moore að halda því fram í bókinni að Kutcher hafi afsakað framhjáhaldið með því að mörkin í hjónabandinu væru óskýr eftir að þau stunduðu kynlíf með þriðja aðila. Moore viðurkennir að hjónabandið hafi ekki verið vandamálalaust en þau hafi þó enn verið saman þegar hún frétti af framhjáhaldi Kutcher. 

Bókin á að koma út í næstu viku en nú þegar hefur verið greint frá því að Demi Moore fjalli um barnsmissi þeirra Kutcher eftir sex mánaða meðgöngu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.