Kuldaleg hrollvekja tekin upp á Íslandi

Tomohisa Yamashita fer með aðalhlutverk í seríunni The Head. Hann ...
Tomohisa Yamashita fer með aðalhlutverk í seríunni The Head. Hann virðist hafa verið ánægður með dvöl sína hér á landi. AFP

Japanska stórstjarnan Tomohisa Yamashita leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni „The Head“ sem hefur verið lýst sem hrollvekju og eiga atburðirnir að eiga sér stað á Suðurskautslandinu.

Tökur seríunnar fara fram hér á landi og á Kanarí-eyjum. Spænsku bræðurnir Alex og David Pastor skrifa handritið. 

Stikla úr þáttunum var sýnd í vikunni á MIPCOM-kaup­stefn­unni í Cann­es í Frakklandi.

Tomohisa Yamashita, Katharine O'Donnelly, Alexandre Willaume, Laura Bach og John ...
Tomohisa Yamashita, Katharine O'Donnelly, Alexandre Willaume, Laura Bach og John Lynch eru aðalleikarar þáttanna. AFP

Meðal annarra sem fara með stór hlutverk eru Írinn John Lynch. Samkvæmt umfjöllun AFP er það einn tveggja eftirlifenda af tíu manna hópi sem fór til vetrarsetu á rannsóknarstöð.

Þegar vísindamenn koma þangað að vori eru veggir stöðvarinnar þaktir blóði og eftirlifendurnir kenna hvor öðrum um morðin.

Yamashita, 35 ára söngvari og leikari, fer með hlutverk rannsakanda. Hann sagði að sagan færi að kjarna mannlegra tilfinninga. 

View this post on Instagram

海外での生活も残り1週間になりました。 今回はアイスランドの大自然をみんなにお届けしたいと思います。 特に初めて見たオーロラ、言葉では言い表せないほどの美しさでした。 また、2ヶ月半、本当に応援ありがとうございました! I’ll only be over seas for one more week. I wanted you to show you The amazing wilderness of Iceland. Especially the northern lights which I saw for the first time. It was so beautiful, it can’t be describe in words. thank you so much for your continued support over these two and a half months.

A post shared by Tomohisa Yamashita (@tomo.y9) on Sep 29, 2019 at 7:39pm PDT

Yamashita virðist hafa verið ánægður með dvölina hér á landi en tökur fara enn fram.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.