Aniston og Witherspoon græða á tá og fingri

Steve Caroll, Reese Witherspoon og Jennifer Aniston munu leika í …
Steve Caroll, Reese Witherspoon og Jennifer Aniston munu leika í þáttunum. AFP

Leikkonurnar Jennifer Aniston og Reese Witherspoon eiga svo sannarlega fyrir salti í grautinn nú þegar þær hafa fengið hlutverk í þáttunum The Morning Show á Apple Tv+. 

Þær stöllur fá 2 milljónir Bandaríkjadala fyrir hvern þátt sem þær koma fram í en þættirnir verða aðgengilegir á nýrri streymisveitu Apple, Apple Tv+, 1. nóvember. Aniston og Witherspoon eru ekki bara tvær í þættinum en leikarinn Steve Carroll kemur einnig fram.

Gert er ráð fyrir að í fyrstu seríu verði þættirnir 10 og því má ætla að Aniston og Witherspoon fái 20 milljónir hvor fyrir verkefnið. Þættirnir eru dramaþættir og verða um klukkustundarlangir.

Staðfest hefur verið að önnur sería verður gerð, jafnvel þótt sú fyrsta sé ekki farin í loftið, og má því vænta þess að Aniston og Witherspoon haldi áfram að leika í þáttunum. Samningur Carroll hljóðaði þó aðeins upp á eina seríu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.