Victoria um lykilinn að 20 ára hjónabandinu

David og Victoria Beckham.
David og Victoria Beckham. AFP

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham upplýsti hver leyniuppskriftin að 20 ára hjónabandi hennar og Davids Beckham væri í bandarískum sjónvarpsþætti í vikunni. Hjónin byrjuðu saman tveimur árum en þau giftu sig og var það ást við fyrstu sýn að sögn Victoriu Beckham. 

Beckham-hjónin kynntust árið 1997 og fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Þrátt fyrir þrálátan orðróm um skilnað eru þau enn saman. 

Victoria Beckham svaraði spurningunni um leyniuppskriftina á þá leið að börnin þeirra væru í forgangi. Allt sem þau gerðu snerist í kringum börnin. Hjónin eiga saman fjögur börn þau Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. 

„Við leggjum bæði hart að okkur, við elskum það sem við vinnum við,“ sagði frú Beckham og sagði þau einnig styðja hvort annað. „Við erum mjög heppin að hafa fundið hvort annað og heppin að hafa þroskast saman.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum.