Greta hafnaði verðlaunum Norðurlandaráðs

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, ...
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, einungis aðgerðum. AFP

Greta Thunberg hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í kvöld en hún ákvað að taka ekki við verðlaunum.

Greta var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna en tveir fulltrúar komu upp á svið fyrir hennar hönd. Þær tjáðu gestum samkomunnar að Greta hygðist ekki taka á móti verðlaununum því umhverfisbaráttan þyrfti ekki fleiri verðlaun heldur aðgerðir.

Greta er sænskur aðgerðarsinni en bæði Norðmenn og Svíar tilnefndu hana til verðlaunanna. Hún hefur verið ötul í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fengið fjölda ungmenna um allan heim með sér í lið.

Fatamerkið Aftur var tilnefnt fyrir Íslands hönd en fatamerkið endurvinnur eldri föt og býr til ný úr þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins og ástar. Safnaðu upplýsingum, spurðu fólk álits og skoðaðu fjármögnunarleiðir svo draumur þinn verði að veruleika.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk þarfnast sköpunarkrafts eins og ástar. Safnaðu upplýsingum, spurðu fólk álits og skoðaðu fjármögnunarleiðir svo draumur þinn verði að veruleika.