Greta hafnaði verðlaunum Norðurlandaráðs

Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, …
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg hefur ekki áhuga á fleiri verðlaunum, einungis aðgerðum. AFP

Greta Thunberg hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í kvöld en hún ákvað að taka ekki við verðlaunum. 

Greta var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna en tveir fulltrúar komu upp á svið fyrir hennar hönd. Þær tjáðu gestum samkomunnar að Greta hygðist ekki taka á móti verðlaununum því umhverfisbaráttan þyrfti ekki fleiri verðlaun heldur aðgerðir. 

Greta er sænskur aðgerðarsinni en bæði Norðmenn og Svíar tilnefndu hana til verðlaunanna. Hún hefur verið ötul í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fengið fjölda ungmenna um allan heim með sér í lið. 

Fatamerkið Aftur var tilnefnt fyrir Íslands hönd en fatamerkið endurvinnur eldri föt og býr til ný úr þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.