Reeves mætti með konu í fyrsta sinn á ferlinum

Keanu Reeves er þekktur fyrir að halda einkalífinu út af …
Keanu Reeves er þekktur fyrir að halda einkalífinu út af fyrir sig. AFP

Matrix-leikarinn Keanu Reeves vakti mikla athygli þegar hann mætti með konu upp á arminn á opinberan viðburð í Los Angeles um helgina. Konan heitir Alexandra Grant og er listakona sem er nokkrum árum yngri en Hollywood-leikarinn. 

Reeves sem er 55 ára og Grant sem er 46 ára hegðuðu sér eins og ástfangið par á rauða dreglinum. Þau hafa verið vinir lengi og unnið saman í mörg ár að því fram kemur á vef People. Hún vann við bók hans Ode to Happiness árið 2011 og aftur að bókinni Shadow sem kom út árið 2016 en Reeves skrifaði texta og Grant myndskreytti. Fyrir tveimur árum stofnuðu þau saman bókaforlag. 

Reeves og Grant héldust í hendur á viðburðinum. Er talað um Grant sem kærustu Reeves á vef Daily Mail. Kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti á löngum ferli Reeves sem hann mætir með kærustu á rauða dregilinn. 

Reeves hefur verið duglegur að halda einkalífinu út af fyrir sig. Enn þann daginn í dag virðist alvarlegasta ástarsamband hans hafa verið við hina bresku Jennifer Syme. Þau eignuðust saman andvana barn árið 1999. Syme dó í bílslysi árið 2001. Hafði hvoru tveggja mikil áhrif á Reeves. 

View this post on Instagram

Cedric! @lowellryanprojects 📷🐕: @virginiamartinsen. #borntolove

A post shared by Alexandra Grant (@grantalexandra) on Jun 10, 2019 at 1:16am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.