Seldist upp á 2 mínútum á Kópavogsblótið

Af Kópavogsblótinu 2019.
Af Kópavogsblótinu 2019. Ljósmynd/Aðsend

Miðar á Kópavogsblótið 2020, þorrablót Breiðabliks, HK og Gerplu, seldust upp á aðeins 2 mínútum nú í morgun. Blótið sjálft verður haldið 24. janúar og nú eru aðeins miðar í boði á ballið.

Miðasala hófst á blótið nú klukkan 10 í morgun á Tix.is. Aðeins var hægt að kaupa 12 manna borð í miðasölunni og gat hver og einn keypt að hámarki 3 borð, eða 36 miða í einu. Hvert borð kostaði 130.800 krónur.

Kópavogsblótið verður haldið í Smáranum í Kópavogi á næsta ári en 1.200 manns sóttu skemmtunina á þessu ári sem þá var haldin í Kórnum.

Margir lýstu yfir vonbrigðum að ná ekki að kaupa miða á blótið og í athugasemdum á viðburði fyrir blótið á Facebook sögðust nokkrir hafa verið tilbúnir á slaginu kl. 10 en ekki fengið miða.

Ekki náðist í framkvæmdarstjóra íþróttafélaganna sem standa að blótinu við gerð fréttarinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.