Bækur - Glæpasaga: Tilgangurinn á að helga meðalið

Sérfræðingar úti um allan heim hafa lengi reynt að skipuleggja hinn fullkomna glæp, en auðvitað er hann best geymdur í bókum eins og Helkaldri sól eftir Lilju Sigurðardóttur. Þar gengur uppskriftin en er auðvitað ekki til eftirbreytni í mannheimum. Glæpamönnum verður yfirleitt alltaf eitthvað á í messunni.

Vandamálin blasa víða við og þau eru yrkisefni Lilju í þessari glæpasögu. Helstu viðfangsefni sögunnar eru heimilisofbeldi og afleiðingar þess, lyfjamál og dópsala, málefni flóttamanna og öryrkja, peningaþvætti, ástir og ævintýri. Glæpir og refsingar. Fólk úr ýmsum áttum tengist með misjöfnum hætti, samskiptin ganga upp og niður en sumir eru ákveðnari en aðrir í því sem þeir gera og nauðsyn brýtur lög.

Helköld sól er skemmtilega uppbyggð. Lesandinn fylgist með Áróru leita að Ísafold, eldri systur sinni, netinu er kastað út frá þessum ási og síðan dregið inn jafnt og þétt með meðafla þar til yfir lýkur.

Leitin er þungamiðjan og inn í hana fléttast meðal annars samskipti fólks og ekki síður samskiptaleysi, svindl og svínarí. Fjölskyldur eru tvístraðar og einstaklingarnir hafa misjafna sýn á málin. Áróra er ákveðin í því sem hún tekur sér fyrir hendur og ákveður sjálf hvað er réttlátt og hvað ekki. Henni gengur vel í fjársjóðsleit, er einkaspæjari og peningasporhundur, líkist Lisbeth Salander á stundum, en er ekki sátt við eigin framkomu gagnvart systur sinni. Ekki alltaf gott að vera vitur eftir á.

Lilju tekst vel upp í þessari sögu. Hún tekur á brýnum vandamálum og tengir þau við líðandi stundu. Karlmenn, sem eiga það skilið, finna til tevatnsins, en ekki eru allir þar sem þeir eru séðir. Angarnir teygja sig víða, sumt gengur upp og annað ekki. Þar liggur hundurinn grafinn.

Steinþór Guðbjartsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes