Brian Smith stekkur út úr skápnum

Brian J. Smith prýðir forsíðu Attitude í Desember.
Brian J. Smith prýðir forsíðu Attitude í Desember. AFP

Bandaríski leikarinn Brian J. Smith, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í sjónvarpsþáttunum Sense8 og nýrri sjónvarpsáttaröð byggða á bókunum um Jason Bourne, er núna formlega kominn út úr skápnum.

Smith ræðir um kynhneigð sína í viðtali sem birtist í desember-tölublaði tímaritsins Attitude og ræðir hann þar m.a. um hve erfitt hlutskipti það var fyrir hann að vera ungur hommi í Texas.

„Ég var mjög óttasleginn og í skólanum gat ég hvergi fundið mér neinn samastað. Ég var hvorki íþróttatöffari né nörður og var engum hópum eða félagasamtökum hinsegin námsmanna til að dreifa. Það var nákvæmlega ekkert í boði og ég var aleinn og yfirgefinn,“ segir hann í viðtalinu. „Ég gat aldrei verið ég sjálfur, og var sífellt að vakta eigin hegðun og gæta þess að ég slysaðist ekki til að láta augun hvíla aðeins of lengi á einhverjum, eða valda öðru fólki einhverjum ónotum.“

Leiklistin hjálpaði Smith, sem núna er 38 ára gamall, að takast á við erfitt hlutskipti sitt og minnist hann þess hvernig hann gat umbreyst uppi á sviði, og fengið jafnaldra sína til að veita sér loksins athygli.

Óhætt er að setja Smith í hóp Íslandsvina en Sense8 þættirnir voru að hluta til teknir upp á Íslandi. Lana og Lilly Wachowski skrifuðu handrit þáttanna og leikstýrðu þeim, en þær eiga m.a. heiðurinn að Matrix-kvikmyndunum, sem og Cloud Atlas og V for Vendetta. Ísland lék allstórt hlutverk í Sense8 og var ein af aðal söguhetjunum íslensk. Meðal íslenskra leikara í þáttunum voru Lilja Þórisdóttir, Eyþór Gunnarsson og Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes