Harry Styles gerir grín að Íslendingum

Heidi Gardner og Harry Styles í hlutverkum Dísu og Magnúsar.
Heidi Gardner og Harry Styles í hlutverkum Dísu og Magnúsar. Skjáskot

Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Heidi Gardner gerðu stólpagrín að Íslendingum í nýjasta þætti Saturday Night Live um helgina. 

Styles og Gardner fóru með hlutverk íslenska parsins Dísu og Magnúsar sem eiga von á barni og eru mætt í fæðingarfræðslu. Þau Dísa og Magnús eru ekki mjög sleip í enskunni og segir Magnús að Dísa hafi lært ensku af Instagram. 

Þau Dísa og Magnús ræða svo opinskátt um breytingarnar sem þau hafa upplifað á meðgöngunni og kynlífið á meðgöngunni sem fór ekki vel í spéhrædda Ameríkanana sem voru með þeim í fæðingarfræðslunni. 

Innslagið úr þættinum má sjá hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.