Á Bella Hadid vandræðalegasta föðurinn?

Fyrirsætan Bella Hadid á að margra mati vandræðalegan föður sem …
Fyrirsætan Bella Hadid á að margra mati vandræðalegan föður sem ratar á síður fjölmiðla fyrir m.a. ástarsambönd sín við kornungar konur. mbl.is/AFP

Þeir sem skammast sín fyrir foreldra sína á samfélagsmiðlum ættu að skoða Instagram reikning föður ofurfyrirsætunnar Bellu Hadid. Fasteignamógúllinn Mohamed Hadid, sem er 71 árs um þessar mundir, er duglegur að setja ljósmyndir af fjölskyldunni á samfélagsmiðla. Hann á fimm börn, m.a. þrjú börn með fyrirsætunni Yolanda Hadid sem er 54 ára að aldri. Þau giftu sig árið 1994 en skildu árið 2000. Börnin þeirra eru Gigi Hadid 24 ára, Bella Hadid 23 ára og Anwar Hadid 20 ára. 

Það sem vekur athygli almennings er hvernig Mohamed Hadid notar samfélagsmiðlana. Þá sér í lagi þegar hann biður börnin sín um að hringja meira í sig eða koma í heimsókn þegar hann skrifar skilaboð við ljósmyndirnar þeirra. Hann virðist einstaklega stoltur af syni sínum og dá dæturnar sem er kannski ekki að undra enda gengur allri fjölskyldunni einstaklega vel þegar kemur að vinnu.

Samkvæmt Daily Mail virðist hann nota Instagram í allskonar tilgangi. Pólska fyrirsætan Justyna Monde sem er á aldur við dætur hans tvær greindi frá því nýverið að þau hefðu átt í þriggja ára ástarsambandi, á árunum 2014 til ársins 2017. Þó samskiptin hafi verið aðallega í gegnum samfélagsmiðla hittust þau reglulega á hótelherbergjum víða um Evrópu. 

Haft var eftir Monde að hún hefði verið fyrst til að senda honum skilaboð í gegnum Instagram. Hann hefði svarað henni strax og sent á hana númerin sín og upp frá því hefðu þau byrjað saman.

View this post on Instagram

Winter is coming and I am backed up with my favorite jacket @aprilmarchofficial ❤️ . #London #JustynaMonde

A post shared by Justyna Violetta Monde (@justynamonde) on Oct 11, 2019 at 11:37am PDT

Daily Mail birti í fréttinni skilaboðin þeirra á milli þar sem sjá má að Hadid lætur ekki fjóra áratugi stoppa sig í að láta til skara skríða á kynferðissviðinu eða þá staðreynd að hann var trúlofaður fyrirsætunni Shiva Safai á þessum tíma. Hún er 33 árum yngri en hann. Í kjölfar þess að upp komst um framhjáhaldið sagði Safai skilið við Hadid.

View this post on Instagram

Couple Halloween’s ago

A post shared by Mohamedhadid. (@mohamedhadid) on Oct 31, 2019 at 8:19pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.