Notaði áfengi til að vera fyndin og áhugaverð

Ellie Goulding drakk oft áfengi áður en hún fór í …
Ellie Goulding drakk oft áfengi áður en hún fór í viðtöl. AFP

Tónlistarkonan Ellie Goulding segir að hún hafi notað áfengi til þess að reyna verða fyndnari og áhugaverðari fyrst þegar hún varð fræg.

„Ég þurfti að vera gervimanneskja til að takast á við súrrealískar aðstæður sem ég var í,“ sagði söngkonan. 

„Vanalega notaði ég áfengi. Ég hugsaði með mér að ég væri ekki nógu góð, klár, fyndin eða klikkuð til að vera með ákveðnu fólki án áfengis,“ sagði Goulding í hlaðvarpsþætti Fearne Cotton, Happy Place.

Hún segist líka hafa verið drukkin í fjölda viðtala. Hin 32 ára gamla Goulding segist hafa fengið sér áfengi áður en hún fór í viðtal á Radio 1 Live Lounge hjá BBC. Þættirnir eru teknir upp snemma á morgnana. 

„Live Lounge var eiginlega mest stressandi, ég drakk fyrir þá þætti. Ég sagði við sjálfa mig „Jæja ég þarf að drekka núna um morguninn því ég er að fara í viðtal og ég veit ekki hvernig ég á að svara spurningum því ég veit í rauninni ekkert hver ég er lengur“,“ sagði Goulding.

Goulding hefur unnið til tvennra BRIT-verðlauna og söng meðal annars í brúðkaupi hertogahjónanna af Cambridge árið 2011. Plötur hennar hafa farið sigurför um Bretland og víða í heiminum. 

Hún segist ekki hafa verið alkóhólisti. „Ég var ekki alkóhólisti. Ég gat sleppt því að drekka í marga mánuði líka,“ sagði Gouldling. 

Hún gaf út sína fyrstu plötu, Lights, árið 2010. Hún gaf út plötur árin 2012 og 2015 en árið 2016 sagðist hún ætla að draga sig í tímabundið hlé frá tónlist. 

Goulding greindi einnig frá því að hún hafi leitað sér hjálpar til þess að takast á við reiði. Hún sagði að eftir að hún kynntist eiginmanni sínum Caspar Jopling hafi reiðin horfið og hún orðið mun rólegri. Goulding og Jopling gengu í hjónaband í ágúst síðastliðnum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar í lífi þínu. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.