Hildur Guðna tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í Hollywood-stórmyndinni Jókernum. Verðlaunin verða afhent í 77. sinn hinn 5. janúar. Það er skammt á milli stórra högga hjá Hildi en í gær fékk hún tilnefningu til Critics' Choice-verðlaunanna. 

Hildur etur kappi við fjögur önnur tónskáld á verðlaunahátíðinni og er hún eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki. Daniel Pemberton er tilnefndur fyrir tónlistina í Motherless Brooklyn; Alexandre Desplat er tilnefndur fyrir tónlistina í Little Women; Thomas Newman er tilnefndur fyrir 1917 og Randy Newman fyrir tónlistina í Marriage Story. 

Á verðlaunahátíðinni eru kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir verðlaunaðar í flokki dramatískra og gamanverka. 

Streymisveitan Netflix fékk flestar tilnefningar þökk sé kvikmyndunum Marriage Story sem fékk sex tilnefningar og The Irishman sem fékk fimm tilnefningar. Kvikmyndirnar The Irishman, Marriage Story, 1917, Jókerinn og The Two Popes eru tilnefndar í flokki dramatískra mynda. Í flokki gamanmynda og söngleikja eru Once Upon a Time in Hollywood, Jojo Rabbit, Knives Out, Rocketman og Dolemite Is My Name tilnefndar. 

Á vef Variety má sjá allar tilnefningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav