Telur peninga hafa eyðilagt hjónabandið

Chrishell Stause telur Justin Hartley ekki vilja deila auðæfum sínum …
Chrishell Stause telur Justin Hartley ekki vilja deila auðæfum sínum með henni. AFP

Leikkonan Chrishell Stause telur að peningar hafi eyðilagt hjónaband hennar og leikarans Justin Hartley.  

Skilnaður þeirra Stause og Hartley hefur verið heldur ruglandi en þau eru mjög ósammála um hvenær þau hættu saman. Hartley sótti um skilnað 22. nóvember síðastliðinn og í þeim pappírum kemur fram að þau hafi hætt saman 8. júlí.

Stause heldur því hinsvegar fram að þau hafi verið saman allt fram til 22. nóvember. Fjöldi mynda er til sem staðfestir frásögn Stause en þau mættu á fjölda viðburða saman frá júlí og fram í nóvember. 

Samkvæmt heimildum TMZ hangir eitthvað á spýtunni hjá Hartley og telur Stause að hann vilji ekki að hún komist í peninga sem hann á. Hartley fer með aðalhlutverk í þáttunum This Is Us sem hafa notið góðs gengis á síðustu árum. Launaseðill hans er því töluvert feitari en Stause. 

Lögfræðingar Stause hafa nú þegar farið fram á að Hartley greiði henni hluta tekna sinna í kjölfar skilnaðarins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki.