Mjög ósamála um hvenær þau hættu saman

Justin Hartley og Chrishell Stause þegar allt lék í lyndi.
Justin Hartley og Chrishell Stause þegar allt lék í lyndi. AFP

This is Us-stjarn­an Just­in Hartley sótti um skilnað frá eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Chris­hell Stause, í lok nóvember. Nú virðist komið babb í bátinn þar sem hjónin eru ósamála um hvenær þau slitu sambandi sínu. 

Hjónin sáust saman þangað til í nóvember og mættu meðal annars saman á Emmy-verðlaunahátíðina í september. Þrátt fyrir það tók Hartley fram í skilnaðarpappírunum að þau hefðu skilið að borði og sæng í sumar. 

Stause virðist hafa túlkað samskipti þeirra á annan hátt þar sem að á vef E! kemur í ljós að hún tilgreinir 22. nóvember sem daginn sem þau skildu að borði og sæng eða um fimm mánuðum eftir dagsetningu Hartley. 

Það virðist því stefna í harða deilu en þau eru ekki bara ósammála um hvenær hjónabandi þeirra lauk heldur krefst Stause meðlags frá Hartley. This is Us-leikarinn tók það þó skýrt fram að hann vildi hvorki borga Stause meðlag né greiða lögfræðikostnað hennar. 

Hjón­in trú­lofuðu sig árið 2016 eft­ir nokk­urra ára sam­band og giftu sig rúm­lega ári seinna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.