Tom Hanks „110% Grikki“

Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson.
Hjónin Tom Hanks og Rita Wilson. AFP

Hollywood leikarinn Tom Hanks var gerður að heiðursborgara Grikklands í dag. Aþenska fréttaveitan, ANA, greinir frá og bætir við að leikarinn hafi átt í áralöngu ástarsambandi við landið.  

Prokopis Pavlopoulos, forseti landsins, skrifar undir viðurkenningu þess efnis, samkvæmt upplýsingum ANA.  

Leikarinn er kvæntur hinni 63 ára gömlu Ritu Wilson sem er einnig leikari og kvikmyndagerðarkona. Hún er af grískum uppruna en móðir hennar er grísk. Þess má geta að Wilson framleiddi hina stórskemmtilegu kvikmynd, My Big Fat Greek Wedding.

Grikkir eru alla jafna stoltir af þessum tengslum leikarans við landið. Þau eiga sumarhús á hinni undurfögru Antiparos-eyju og dvelja þar langdvölum á hverju ári. 

„Ég er 110% Grikki. Ég er meiri Grikki en Grikkir,“ er haft eftir Tom Hanks. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.