Harry og Meghan aftur til starfa í dag

Fyrir utan kanadíska sendiráðið í London í dag.
Fyrir utan kanadíska sendiráðið í London í dag. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex tóku aftur til starfa í dag eftir sex vikna hlé frá opinberum störfum. 

Hjónin heimsóttu kanadíska sendiráðið í London til að þakka fyrir góðar móttökur í Kanada. Fjölskyldan eyddi jólahátíðunum í Kanada og sást meðal annars á göngu á Vancouver-eyju. 

Í tilkynningu frá Buckingham-höll í dag segir að hjónin hafi viljað hitta sendiherra Kanada í Bretlandi, Janice Charette, til þess að þakka fyrir hlýjar móttökur og stuðning sem þau hlutu meðan á dvöl þeirra stóð. 

Samkvæmt breskum fjölmiðlum virtust hjónin hafa hlaðið batteríin í sex vikna fríi sínu og voru mætt aftur til starfa með bros á vör.

Ættmóðirin Elísabet önnur Bretadrottning er ekki komin aftur til starfa eftir jólafríið. Hún er enn á sveitasetri sínu í Sandringham og verður fram yfir 6. febrúar. Það er hefð hjá drottningunni að dvelja í Sandringham fram yfir dánardag föður síns, 6. febrúar. Hann lést árið 1952 í Sandringham og tók Elísabet við krúnunni þann dag þótt krýningin hafi ekki farið fram fyrr en 2. júní ári seinna.

Elísabet drottning er enn í rólegheitunum í Sandringham.
Elísabet drottning er enn í rólegheitunum í Sandringham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson