Hans Zimmer hleypur í skarðið

Daniel Craig leikur James Bond.
Daniel Craig leikur James Bond. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við nýjustu James Bond-kvikmyndina, No Time to Die, innan við þremur mánuðum fyrir frumsýningu hennar.

Tímaritið Variety greinir frá því að Zimmer komi í stað Dans Romers sem hættir vegna listræns ágreinings við framleiðslufyrirtækið Eon Productions. Romer hafði áður samið tónlistina við tvær kvikmyndir leikstjórans Carys Fukunaga, Beasts of No Nation og Maniac. Samkvæmt fréttum Variety hefur enn ekkert frést hver semur og flytur Bond-lagið, sem setur ávallt mikinn svip á hverja mynd.

Zimmer er eitt þekktasta kvikmyndatónskáld Hollywood. Hann hefur notið hylli fyrir tónlist sína fyrir myndir á borð við Dunkirk, The Da Vinci Code, Pirates of the Caribbean-myndaflokkinn og Gladiator í samvinnu við Lisu Gerrard sem skilaði þeim Golden Globe-verðlaunum 2001. Zimmer hlaut bæði Golden Globe- og Óskarsverðlaun fyrir The Lion King 1994. Samkvæmt The Guardian er Zimmer þekktastur fyrir samstarf sitt við Christoper Nolan sem leikstýrði myndunum Inception, Interstellar og Dark Knight. Nýverið bárust fréttir af því að Zimmer myndi fara í tónleikaferð um íþróttaleikvanga víðs vegar um Evrópu vorið 2021. No Time to Die verður frumsýnd hér á landi 8. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes