Var heimilislaus áður en hann fékk starf hjá Netflix

Ncuti Gatwa var heimilislaus áður en hann fékk hlutverk í …
Ncuti Gatwa var heimilislaus áður en hann fékk hlutverk í Sex Education. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Ncuti Gatwa var heimilislaus áður en hann fékk hlutverk í þáttunum Sex Education sem framleiddir eru af streymisveitunni Netflix. 

Hinn skoski Gatwa fer með hlutverk Eric Effiong í þáttunum og hefur hlotið mikið lof fyrir. Önnur sería af þáttunum kom á Netflix í gær, föstudaginn 17. janúar.

Gatwa flutti frá Skotlandi til London þegar hann var 21 árs til að reyna fyrir sér sem leikari. London er hins vegar gríðarlega dýr borg og átti hann erfitt með að standast skil á öllum reikningum. Á endanum gat hann ekki greitt leiguna sína og endaði því heimilislaus. 

„Ég var alltaf með vinnu, stundum á góðum stöðum, ég eyddi ári í Globe-leikhúsinu og vann mikið í Kneehigh-leikhúsinu,“ segir Gatwa í viðtali við The Big Issue-tímaritið.

„Ég átti að fá nýja íbúð en það datt upp fyrir. Þannig að í fimm mánuði, áður en ég var ráðinn í Sex Education flakkaði ég á milli sófa hjá vinum mínum. Ég átti ekki heimili. Ég var heimilislaus,“ sagði Gatwa.

Hann bætti við að eina ástæðan fyrir því að hann svaf ekki á götunni var velvild vina hans. En að lokum hafi honum fundist erfitt að biðja um gistingu á hverju kvöldi. 

„Líf mitt fyrir Sex Education var mjög ólíkt því sem ég lifi í dag. Þegar ég var að fara í áheyrnarprufuna þurfti ég að fá lán hjá vini mínum til þess að fara í lestina,“ sagði Gatwa. 

Nýlega gerðist hann sendiherra fyrir góðgerðarsamtökin Centrepoint sem styðja við ungt heimilislaust fólk. 

„Ég var að hugsa um hvað það var ruglað, því ef einhver hefði séð mig á götunni á leiðinni til Harrods í síðfrakka og fínum skóm, því maður þarf að vera svo fínn til að passa inn, þá hefðu þau aldrei trúað því að ég hefði eytt tveimur klukkustundum í símanum að reyna að finna hvar ég gæti sofið um nóttina,“ sagði Gatwa.

View this post on Instagram

To 🍆 or not to 🍆

A post shared by Ncuti Gatwa (@ncutigatwa) on Nov 25, 2019 at 7:18am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes