Hættur að tala fyrir Apu

Örlög Apu Nahasapeemapetilon, verslunareiganda í Springfield, eru óráðin.
Örlög Apu Nahasapeemapetilon, verslunareiganda í Springfield, eru óráðin.

Leikarinn Hank Azaria, sem hefur talað fyrir indverska verslunareigandann Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum The Simpsons undanfarna þrjá áratugi, hefur ákveðið að hann muni ekki lengur ljá Apu rödd sína. Ákvörðunin kemur í kjölfar áralangrar gagnrýni á hlutverk verslunareigandans, sem þykir ýta undir staðalímyndir um Indverja, meðal annars með ýktum hreim sem einkennir mál hans.

Ekki er þó ljóst hvort Apu er úr sögunni eða hvort nýr leikari verður fenginn til að tala fyrir hann. „Það eina sem við vitum er að ég mun ekki tala fyrir hann lengur, nema það sé einhver leið til að umbreyta honum eða eitthvað,“ sagði Azaria í samtali við vefsíðuna Slash Film.

Gagnrýni á persónu Apu komst í hámæli árið 2017 er indversk-ameríski grínistinn Hari Kondabolu gaf út heimildarmyndina Vandamálið við Apu (The Problem with Apu) sem fer yfir neikvæðar staðalímyndir, fordóma og niðrandi tal í garð Indverja, sem persónan þykir hafa ýtt undir. Skapaðist nokkur umræða um það í kjölfarið hvort Apu yrði fjarlægður úr hópi sögupersóna.

Sagði Kondabulu í myndinni að Apu væri einn af örfáum Suður-Asíubúum sem hefðu verið í bandarísku sjónvarpi er hann var að alast upp, og að önnur börn hefðu hermt eftir Apu til að hæðast að honum.

Aðrir hafa bent á að Apu sé langt í frá eina persóna sjónvarpsþáttanna sem byggi á staðalímyndum. Hinn skoski húsvörður Willie, mafíustjórinn Tony frá Ítalíu, ítalski kokkurinn Luigi og svo aðalpersónan sjálf, Hómer, sem er staðalímynd hins óupplýsta Bandaríkjamanns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson