Aðeins fimm seríur verða gerðar af The Crown

Seríurnar af The Crown verða bara fimm en ekki sex.
Seríurnar af The Crown verða bara fimm en ekki sex. AFP

Framleiðendur The Crown gáfu það út í dag að aðeins yrðu gerðar fimm seríur af þáttunum. Sú þriðja fór í loftið seint á síðasta ári og nú eru aðeins tvær seríru eftir. Upphaflega átti að gera sex seríur sem næðu yfir sex áratugi en nú hefur verið fallið frá því.

Höfundur þáttanna, Peter Morgan, hefur greint frá því að þáttunum mun ljúka á 21. öldinni og þar af leiðandi fjalla um eftirmála andláts Díönu prinsessu. Ólíklegt þykir að tekið verið á nýlegum atburðum í lífi konungsfjölskyldunnar eins og vandræðum Andrésar prins eða hjónabandi Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju.

Auk þess að tilkynna um endalok The Crown eftir fimmtu seríu var tilkynnt að leikkonan Imelda Staunton mundi koma til með að fara með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu og síðustu seríunni. 

Staunton er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter-kvikmyndunum þar sem hún lék hina illu Dolores Umbridge. 

Leikkonan Olivia Colman fór með hlutverk Elísabetar drottningar í þriðju seríu og mun koma til með að túlka hana í fjórðu seríu sem er nú í framleiðslu. Leikkonan Emma Corrin fer með hlutverk Díönu Prinsessu og Gillian Anderson fer þar með hlutverk Margaret Thatcher.

 Frétt af vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes