„Ég setti allt til hliðar fyrir Pam“

Jon Peters er ekki sáttur með Pamelu Anderson.
Jon Peters er ekki sáttur með Pamelu Anderson. AFP

Leikkonan Pamela Anderson og framleiðandinn Jon Peters ákváðu að ljúka hjónbandi sínu 12 dögum eftir brúðkaup sitt í janúar. Nú hefur Peters opnað sig við Page Six og segir það rangt að hann hafi beðið Anderson og vill hann meina að hún hafi notað hann. Talsmaður Anderson segir að fullyrðingar Peters séu hlægilegar og Anderson hafi ekkert að segja um málið. 

Hinn 74 ára gamli Peters sem framleiddi meðal annars A Star is Born með Bradley Cooper og Lady Gaga segir að hjónabandinu hafi lokið eftir að hann borgaði skuldir hennar. Það hafi heldur ekki verið rétt að hann hafi beðið hennar eins og áður hafði komið fram. 

Segir Anderson hafa beðið hans

Peters segir að hin 52 ára gamla Anderson hafi sent honum textaskilaboð og spurt hvort hann vildi giftast sér. Segir hann að bónorð Anderson hafi verið eins og draumur sem hefði ræst. Sagði hann já þrátt fyrir að vera trúlofaður annarri konu. 

„Ég setti allt til hliðar fyrir Pam. Hún skuldaði næstum því 200 þúsund dollara og gat ekki á nokkurn hátt borgað svo ég borgaði skuldina og þetta eru þakkirnar sem ég fæ,“ sagði Peters. 

Hjónabandið of flókið fyrir 74 ára gamlan mann

Lét hann einnig fylgja með skilaboð sem hann sendi stjörnunni þar sem hann virðist vera að ljúka sambandinu. Hann virðist hafa sent skilaboðin eftir níu daga hjónaband. Segir hann í þeim að hjónaband sé of flókið fyrir mann á hans aldri. Skuld Pamelu og allir lögfræðingarnir hafi fengið hann til að átta sig á að hann vildi ekki vekja athygli um allan heim fyrir ástarævintýri sitt. Í skilaboðum til Anderson segist hann ekki vilja fara til Kanada en þaðan er Anderson. Segist hann hata að ferðast. 

Segir hann jafnframt að hann hafi ekki viljað taka þátt í Jazmin með Anderson. Um er að ræða vefsíðu sem Peters líkir við lífsstílsvefsíðu og klámvefsíðu. Segir hann Anderson hafa aflað tekna með síðunni síðasta árið. 

Áður hafði heimildarmaður lýst Peters sem stjórnsömum. Segist Peters ekki átta sig á hvað er átt við með því. Segist hann bara hafa hugsað vel um Anderson, borgað reikninga hennar og keypt á hana ný föt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.