Páll Óskar um flutning Flóna: Súperhittari

Flóni flutti eigin útgáfu af stórsmellinum Nína í Söngvakeppninni í …
Flóni flutti eigin útgáfu af stórsmellinum Nína í Söngvakeppninni í gær. Sumir heilluðust á meðan aðrir gerðu athugasemdir við ýmislegt, til að mynda „autotune-ið“. Skjáskot/RÚV

Sitt sýndist hverjum um ábreiðu Flóna á hinu sí­gilda lagi Stef­áns Hilm­ars­son­ar og Eyj­ólfs Kristjáns­son­ar „Draum­ur­inn um Nínu“ sem hann flutti á seinna undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson, poppkóngurinn sjálfur, er himinlifandi með flutninginn og útsetningu lagsins. 

Mér finnst þetta gersamlega geðveik laglína og töff pródúserað lag við þennan þekkta texta,“ skrifar Páll Óskar undir færslu RÚV á Facebook þar sem sjá má flutning Flóna á Nínu. Páll Óskar segir angurværa laglínuna þjóna textanum, skilja inntak hans og draga fram hvað textinn er í raun sorglegur. „Súperhittari er fæddur,“ skrifar Páll Óskar. 

Talsverðar umræður sköpuðust í kjölfarið og velti fólk fyrir sér hver hafi séð um „pródúseringu“ lagsins. Því er svarað í færslunni en bak við útsetningu lagsins standa þeir Arnar Ingi Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson.

Hér má sjá flutning Flóna á Draumur um Nínu: 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes