Drykkja Affleck olli vandamálum í hjónabandinu

Ben Affleck og Jennifer Garner árið 2013.
Ben Affleck og Jennifer Garner árið 2013. FREDERIC J. BROWN

Leikarinn Ben Affleck viðurkennir að gríðarleg drykkja hans hafi valdið vandamálum í hjónabandi hans og Jennifer Garner áður en þau skildu. 

Í viðtali við New York Times segir leikarinn að hann hafi byrjað að drekka meira og meira á meðan hjónaband hans og Garner féll í sundur. 

„Þetta var á árunum 2015 og 2016. Drykkjan mín olli auðvitað fleiri vandamálum,“ sagði Affleck sem var mættur í viðtal á NYT til þess að ræða endurkomu sína á hvíta skjáinn en hann fer nú með hlutverk í kvikmyndinni The Way Back. 

Í The Way Back fer hann með hlutverk körfuboltaþjálfara sem reynir að halda lífi sínu saman á sama tíma og hann glímir við alkóhólisma og fíkn. 

Affleck og Garner tilkynntu um skilnað sinn í júní 2015 og var hann genginn í gegn tveimur mánuðum seinna. Þau giftu sig árið 2005 eftir eins árs samband og eiga saman þrjú börn, Violet, Seraphina og Samuel. 

Affleck hefur farið í meðferð oft á síðustu árum, síðast í ágúst 2018. Hann féll í október síðastliðinn í hrekkjavökupartýi þar sem myndbönd náðust af honum þar sem hann virtist ofurölvi fyrir utan partýið. 

„Að falla er vandræðalegt, augljóslega. Ég vildi óska að það gerðist ekki. Ég vildi óska að það væri ekki á netinu þar sem börnin mín geta séð það. Við Jen gerðum okkar besta til að ræða þetta við þau og vera heiðarleg,“ sagði Affleck. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes