Fagnaði 12 árum í stað 50 ára

Mariah Carey fagnaði 12 árum á föstudaginn.
Mariah Carey fagnaði 12 árum á föstudaginn. skjáskot/Instagram

Söngdívan Mariah Carey er talin hafa fagnað fimmtugsafmæli sínu á föstudaginn. Carey birti myndir frá afmælisfögnuðinum á Instagram en sem fyrr hélt hún upp á 12 ára afmæli sitt. 

Carey segist ekki telja ár auk þess sem hún fagnar ekki afmælum. Hún fagnar þess í stað lífinu. Hún var einungis barn þegar hún ákvað að gleyma því aldrei hvernig það væri að vera barn. Er það meðal annars ástæðan fyrir því að hún fagnar alltaf 12 árum hinn 27. mars. 

Raunverulegur aldur söngkonunnar er nokkuð á reiki og kem­ur meðal ann­ars fram á Wikipediu að hún sé annaðhvort fædd árið 1969 eða 1970. Eitt er víst að hún fagnar alltaf fæðingardegi sínum hinn 27. mars ár hvert. 

„Varði 27.3. heima með fjölskyldu minni og rafrænt með aðdáendum og vinum um allan heim. Takk fyrir alla ástina,“ skrifaði Carey á Instagram og lét fylgja með myllumerkið að eilífu 12

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekkert að eyða tímanum í eftirsókn eftir vindi. Hlustaðu með líkama og sál, svo þú getir skilið, haft samúð og læknað.