„Þau mega enn þá fara út!“

Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers fer yfir viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónuveirunnu …
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers fer yfir viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við kórónuveirunnu í nýju innslagi. Skjáskot/Youtube

„Þau mega enn þá fara út! Og þeirra „út“ er frábært, þau hafa lón og eldfjöll,“ segir spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers í nýju innslagi þar sem hann ber saman viðbrögð stjórnvalda nokkurra landa við viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. 

Í innslaginu fer Meyers yfir skimun fyrir kórónuveirunni hér á landi og hvernig heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi hefur tekist að rekja meirihluta smita sem greinst hafa. Mestan áhuga hefur Meyers þó á aðkomu lögreglunnar að smitrakningunni og vísar hann í frétt bandarísks miðils af rannsóknarlögreglumanninum Gesti K. Pálmasyni sem starfar hjá smitrakningateymi almannavarna. 

Meyers segir það ekki aðeins snilldarlausn til að ná stjórn á útbreiðslu veirunnar heldur sé það einnig frábær hugmynd að glæpaþáttaseríu á Netflix, og gerir um leið góðlátlegt grín að leikaranum Kenneth Branagh. 

Innslagið má sjá hér og kemur Ísland við sögu eftir um það bil fimm og hálfa mínútu:
mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.