Greinir frá andlegum veikindum

Selena Gomez er með geðhvörf.
Selena Gomez er með geðhvörf. AFP

Söngkonan Selena Gomez greindi frá því í gær að hún væri greind með geðhvörf. Hún segir uppeldi sitt í Texas í Bandaríkjunum hafa valdið því að lítið var talað um andlega heilsu í æsku hennar. 

Gomez greindi frá veikindum sínum í spjalli við tónlistarkonuna Miley Cyrus. Þær stöllur spjölluðu saman í beinni útsendingu á Instagram í gærkvöldi. Hún segir að eftir nokkur erfið ár hafi hún áttað sig á að eitthvað væri að. 

„Ég uppgötvaði að ég er með geðhvörf. Og svo þegar ég fór að læra betur um sjúkdóminn fór mér að líða betur,“ sagði Gomez. Hún segir að til að byrja með hafi hún viljað vita allt um veikindin því það hjálpaði henni að hræðast hann ekki. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draumum þínum og framtíðarvonum með þeim.