Segja ævisögu væntanlega frá Harry og Meghan

Harry og Meghan eru sögð hafa veitt tveimur blaðamönnum viðtöl …
Harry og Meghan eru sögð hafa veitt tveimur blaðamönnum viðtöl áður en þau kvöddu Bretland. AFP

Ævisaga um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle er sögð vera í bígerð. Samkvæmt heimildum Mail on Sunday, sem hjónin standa nú í lögsókn gegn, veittu þau tveimur blaðamönnum viðtal áður en þau fluttu frá Bretlandi til Norður Ameríku. 

Samkvæmt innanbúðarmönnum í höllinni hefur tilvonandi ævisaga, sem mun bera titilinn Thoroughly Modern Royals: The Real World Of Harry And Meghan, valdið áhyggjum innan hallarinar. 

Blaðamennirnir tveir sem Harry og Meghan eru sögð hafa valið í verkið eru Omid Scobie og Carolyn Durand. Scobie er breskur en ættaður frá Íran og skrifar í Harper's Bazaar. Á vef Harper's Bazaar kemur fram að hann hefur skrifað um bresku konungsfjölskylduna í 8 ár og meðal annars ferðast með bæði Harry og Meghan og Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu hertoaynju. 

Durand er bandarískur blaðamaður sem hefur unnið fyrir ABC, ELLE og tímarit Opruh Winfrey. Hún hefur fjallað um bresku konungsfjölskylduna í 15 ár, er staðsett í Bretlandi og er sögð hafa byrjað að vinna ævisöguna um hjónin sumarið 2018. 

Samkvæmt heimildum Mail On Sunday átti bókin að koma út hjá útgáfufyrirtækinu Dey Street Books í júní en úgáfudagurinn hefur verið færður til 11. ágúst, að öllum líkindum vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes