J.K. Rowling afhjúpar „fæðingarstað“ Harry Potter

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna.
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna. AFP

Árum saman hafa aðdáendur Harry Potter-bókanna flykkst til Edinborgar í Skotlandi til að skoða „fæðingarstað“ bókanna. Staðinn sem J.K. Rowling skrifaði fyrstu bókina um galdrastrákinn sem allir elska. 

Það lítur þó út fyrir að jafnvel hörðustu aðdáendur bókanna hafi farið í fýluferð til Edinborgar eftir allt saman, en Rowling greindi nýverið frá því á Twitter að upphaf sögunnar um „strákinn sem lifði“ hófst ekki í Edinborg, heldur í leiguíbúð við Clapham Junction-lestarstöðina í London. 

„Ég var með herbergi á leigu í íbúð fyrir ofan það sem var þá íþróttabúð. Fyrstu múrsteinarnir að Hogwarts voru lagðir í íbúið við Clapham Junction,“ skrifaði Rowling á Twitter.  

Rowling sagðist þó hafa verið um borð í lest á leið frá Manchester til London þegar hún fékk fyrst hugmyndina að Potter. 
Þá sagði Rowling það vera fjarri sannleikanum að Hogwarts-skólinn sjálfur hafi verið innblásinn af skólum í Edinborg. „Það er 100% rangt líka. Hogwarts varð til löngu áður en ég sá slíkan skóla!“
Rowling segir uppáhaldsorðróm sinn um innblástur Potter vera um stöðumæli í Edinborg sem hún á að hafa notað þegar hún skrifaði síðustu Potter-bókina, Dauðadjásnin, og fjöldi fólks hefur skoðað og tekið myndir af sér við. „Ég kann ekki einu sinni að keyra,“ sagði Rowling um stöðumælinn.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að brydda upp á einhverju nýju eða óvenjulegu í dag ef þú mögulega getur. Leyfðu þér líka að slaka á og sletta úr klaufunum.